Fyrirtækið

Húsa- og lóðaverktakar eru leiðandi á sviði hellulagna, jarðvinnu og annarra sérhæfðra verka í jarðvinnu og yfirborðsfrágangi,  steypusögun og borun. Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu sem nær yfir allt frá kjarnaborun og múrviðgerðum til brotvinnu, slípunar og sögunar. Við leggjum áherslu á gæði, hreinlæti, fagmennsku og áreiðanleika í öllum verkum okkar.

Hellulagnir: Við sérhæfum okkur í lagningu hellna fyrir göngustíga, bílastæði, torg og önnur útisvæði. Með 16 ára reynslu og þekkingu á mismunandi tegundum hellna og efnum, tryggjum við að lokaniðurstaðan sé bæði falleg og endingargóð.

Almenn Jarðvinna: Við tökum að okkur öll almenn jarðvinnuverkefni, hvort sem um er að ræða drenlagnir, jarðvegsskipti, gröft eða annað sem tengist jarðvinnu. Með nútímalegum búnaði og sérhæfðu starfsfólki tryggjum við fagleg vinnubrögð og skjótan afgreiðslutíma.

Steypa og smíði: Við tökum að okkur fjölbreytt verkefni í steypu og smíði. Við smíðum og steyptum skjólveggi, bílaplön og göngustíga. Auk þess bjóðum við upp á smíði timburskjólveggja og pallasmíði, allt unnið með vönduðum hætti og í samræmi við þarfir þínar.

Múrvinna: Við erum með lærða múrar í vinnu sem eru með mikla reynslu í viðgerðum á steyptum veggjum, bæði að innan og utan, sem og viðgerð á sprungum og öðrum mannvirkjum. Við tökum einnig að okkur viðgerðir á steyptum plönum og stéttum, auk flotunar og flísalagna. Markmið okkar er að endurheimta styrk og fagurfræðilega eiginleika mannvirkjanna.

Brotvinna: Brotvinna er flókið ferli sem krefst sérhæfðrar þekkingar og tækjabúnaðar. Við bjóðum upp á brotvinnuþjónustu fyrir bæði lítil og stór verkefni, hvort sem um er að ræða brot á steypu, bergi, breytingum innanhús eða utan.

Slípun og Sögun: Við bjóðum upp á slípun og sögun. Slípun getur falið í sér að jafna yfirborð eða undirbúa það fyrir frekari vinnu, á meðan sögun er notuð til að skera í gegnum efni með nákvæmni og skilvirkni.  Hvort það sé um að ræða breytingar innan eða utanhús,  stækkung glugga eða hurða gata þá erum við með öll tæki, tól og reynslu fyrir slík verkefni.

Kjarnaborun: Kjarnaborun er notuð til að búa til nákvæmar holur/göt í steypu og öðrum hörðum efnum. Við bjóðum upp á kjarnaborunarþjónustu fyrir byggingarfyrirtæki,  húsfélög og einstaklinga og fleiri verkefni þar sem áreiðanleiki og nákvæmni eru okkur í fyrirrúmi.

Vélarvinna: Vélarvinna er lykil atriði í nútíma iðnaði þar sem góð vélarvinna er undirstaða í góðu og fljót unnu verki. Við hjá Húsa- og lóðaverktökum notumst við 3 – 6 tonna smávélar sem geta unnið og keyrt í þröngum og erfiðum aðstæðum.  Við eigum 2 3tonna smá gröfur með skóflum og fleygum,  3,5tonna hjólaskóflu “liðlétting” og einn 6tonna kramer hjólaskóflu með snjótönn, saltkassa göflum og kjaftskóflu.

Fagmennska og Áreiðanleiki

Fyrirtækið okkar leggur mikla áherslu á fagmennsku í öllum verkþáttum. Við erum stolt af því að skila af okkur verkum sem standast ströngustu gæðakröfur og viðskiptavinum okkar til ánægju. Með reynslu, þekkingu og rétta búnaðinn tryggjum við að hverju verkefni sé lokið á réttum tíma og innan fjárhagsáætlunar.

Hafðu samband við okkur í dag til að fá nánari upplýsingar um þjónustu okkar og hvernig við getum hjálpað þér með þitt næsta verkefni. Við hlökkum til að vinna með þér og skila af okkur framúrskarandi árangri og ánægjulegum viðskiptum.

 

Image
Atli Freyr KristjánssonEigandiatlifreyr@hlv.is
Daníel Örn EinarssonHluthafiDaniel@hlv.is

Okkar viðskiptavinir

Client 1
Client 2
Client 3
Client 4
Client 5
Client 6